Lasarus hlauparus...

Þar kom að því... í fyrsta skipti í vetur læt ég einhverja leiðinda kvefpest slá mig niður og hef því ekki hreyft mig í dag né í gær, fyrir utan 9holurnar sem ég fór á Víkurvelli í gærmorgun í góðra manna hópi. Finnst ég svona hálfpartinn vera að svíkjast undan, með því að vera ekki að fara eftir áætluninni, en það er væntanlega lítil skynsemi í því að brölta í æfingahlaup með hor í nös og þungt fyrir brjósti.

Febrúarmánuður mjakast áfram og ég er alveg í gírnumWink Finnst það sem ég er að gera þessa dagana rosalega gaman og æfingarnar skemmtilegar og spennandi og ég er bara ekki frá því að ég sé farin að finna mun á sjálfri mér síðan ég byrjaði að æfa eftir þessari æfingaáætlun fyrir maraþonið.

Janúarmánuður gekk ágætlega. Ég fór þó rólega af stað því ég var svolítið tæp í vinstra hnénu og með einhverja slæmsku neðarlega vinstra megin í bakinu. Ég ákvað svo frá 1. janúar að skrá alla mína hreyfingu þetta árið og halda utan um alla kílómetra sem ég fer.

Árið hófst á útihlaupi á golfvellinum á Nýársdag og fyrstu daga ársins var ég á eigin vegum og hljóp bara eftir mínu plani, ef svo má segja og gekk bara vel. 12. janúar fékk ég svo þrjár sprautur í bakið og hvíldi því þann dag og næsta og fór svo af stað aftur á fimmtudegi og tók þá létt skokk fimmtudag til sunnudags, stigvaxandi í tímalengd, 20-30-40 og 50mínútur og byrjaði svo skv. nýrri áætlun mánudaginn 18. janúar og er því búin að æfa skv. henni í fjórar vikur.

Vikan líður þannig að á mánudögum tek ég brekkuspretti, þriðjudagar og fimmtudagar eru eins en þá tek ég 5km í upphitun og svo lyftingar og 10mín labb á bretti í lokin, miðvikudagar eru fartlek dagar, föstudagar frí, laugardagar interval dagar og á sunnudögum tek ég langa hlaupið, sem er nú ekkert svo langt ennþá en það kemur.

Janúar taldi samtals 175,2km og fór ég mest 47,5km í síðustu viku mánaðarins en þetta er það lengsta sem ég hef hlaupið á einum mánuði hingað til. Febrúar er kominn í 80km slétta og riðlast nú væntanlega planið eitthvað út af þessu kvef-hléi mínu núna en það verður vonandi tími til að bæta það upp síðar...

Annars var janúar svolítið erfiður upp á það að gera að það var svo mikið að gera í skemmtanalífinu og það tekur vissulega toll af manni. Ég tók tvo fertugsafmæli með trompi, eina stelpuferð til Reykjavíkur og svo byrjaði ég febrúar á því að klára kröftugt djamm á þorrablóti, en það sér hver heil vita maður að það gengur ekki til lengdar að vera úti á lífinu helgi eftir helgi, þegar maður er að þjálfa á markvissan hátt og ætlar sér að ná einhverjum árangri. 

Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég er komin í hlé frá meiriháttar skemmtanahaldi fram yfir hlaup. Auðvitað á maður eftir að skella sér á ball og í einhverja gleði en það verður væntanlega eitthvað annað í glasinu mínu þá en g&t ef þið skiljið hvað ég meina! Enda er vatnið hér í Hólminum eitt það besta sem þú færð á landinu og þó víðar væri leitað!

En nú ætla ég að fara og snýta mér og taka nap á þetta, hafa það huggó í kvöld og brölta svo vonandi spræk í vinnuna í fyrramáliðSmile

Heilsa í bili,

Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband