Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Ný byrjun...

Sannarlega hefur viljinn verið fyrir hendi að drita hér inn einhverju misgáfulegu öðru hvoru en einhvern veginn verður aldrei af því. En nú reyni ég enn og aftur.

Dagurinn í dag skal vera fyrsti dagur í prógrammi þar sem æfingaáætlun verður fylgt dag frá degi án múðurs, auðvitað með eðlilegum tilfærslum vegna vinnu og þess háttar - en stefnan er að halda plani.

Komum annars heim í Hólm kl. þrjú í nótt eftir yndislega tæpa viku í Köben hjá Tinnu og strákunum. Ansi ljúft verð ég að segja. Fyrsta ferðalag okkar 4ra manna fjölskyldunnar í ansi mörg ár og gaman að heimsækja Tinnu öll saman, þ.a. Sunna í fyrsta skipti. Dagarnir ljúfir og góðir en einhvern veginn verður mér ekki tamara að kveðja með árunum, fór bara að skæla þegar við kvöddum og skæli bara inn í mér áfram þegar ég hugsa til þeirra, sakna þeirra sem sagt smá mikið.

Náðum að sofa aðeins frameftir en svo drifum við okkur út á hjólunum eftir mat, fórum með pakka á pósthús og kíktum svo á marz tútturnar og hrausta hafnarvörðinn og tókum stöðuna á þeim. Allir góðir þar og hlakka ég til að hitta hópinn á sundæfingu kl. sex í fyrramálið og svo takast á við vinnu og verkefni næstu daga sem eru næg m.v. fjölda ólesinna tölvupósta vegna vinnu og bæjarmála.

Skelltum okkur svo aðeins í laugina þar sem ég prufaði sund-bikiníið mitt, tók létta 500m með fit, blöndu af skriði, kick og pull og léttum teygjum og svo potti til að hita upp fyrir nuddtíma sem ég átti seinna í dag. Virkilega næs að láta strjúka úr sér arkið um Kaupmannahöfn síðustu daga og stífan háls eftir flugvéla- og bílasetu í gærkvöldi og nótt.

Tók svo hlaup dagsins skv. MA áætlun - 35mín tempó á bretti, samtals 6,2km og svo létt 500m niðurlabb. Svo er að sjá hvernig maður verður í sundinu í fyrramálið.

Sem sagt fínn dagur eftir gúrmei viku í dk með tilheyrandi smá sukki í mat og drykk. Sund, nudd og smá hlaup - góð byrjun! Kvöldnæringin var svo eggjahræra, tómatar, avocadó, kjúklingaskinka, jalapenos og kotasæla. Mun samt væntanlega þurfa "fyrirsvefninn" máltíð líka ef ég þekki mig rétt.

En allavega, stefni á að reyna að halda dampi hér eitthvað næstu vikurnar, sjáum hvað setur.

íhs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband